Almennir Skilmálar

Ábyrgðir

  • Söluaðilar bera alfarið ábyrgð á gæðum þeirra vara og þjónustu sem þeir selja í gegnum helgimagri.is og ber kaupanda að leita úrlausnar sinna mála til söluaðila. 

Almennt

Eftirfarandi skilmálar gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefnum helgimagri.is. Skilmálarnir, sem samþykktir eru með staðfestingu á kaupum, er grunnurinn að viðskiptunum. Um öll þau kaup og viðskipti sem koma til með að eiga sér stað fyrir milligöngu helgimagri.is gilda þau landslög sem eiga við hverju sinni.

Kaupandi, samkvæmt skilmálum þessum, er einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu fyrir milligöngu helgimagri.is.

Seljand samkvæmt skilmálum þessum, er sá aðili sem selur þá vöru eða þjónustu sem um ræðir fyrir milligöngu helgimagri.is.

helgimagri.is, sem rekið er af Matarstíg Helga magra, kt. 410420-0150, er umboðsaðili í þeim viðskiptum sem um ræðir.

Verslunarskilmálar

Upplýsingar um vöru eða þjónustu í boði á helgimagri.is eru settar fram í samræmi við fyrirliggjandi gögn og upplýsingar frá Seljanda og ber Seljandi alla ábyrgð á gæðum vörunna. Ef gæði vörunnar eða þjónustunnar er ekki í samræmi við væntingar Kaupanda þá getur Kaupandi leitast úrbóta úr hendi Seljanda.

Þau verð sem koma fram á helgimagri.is eru með virðisaukaskatti og grundvallast alfarið á verðupplýsingum frá Seljanda.

Öll verð á vefsíðunni og útsendum póstum eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur.

Skilmálar þessir ákvarðast af helgimagri.is og koma fram á vefsíðunni helgimagri.is sem og á fylgiskjölum kvittunar. helgimagri.is vekur sérstaka athygli á því að þessir skilmálar gilda einungis um viðskipti Kaupanda við helgimagri.is. Um viðskipti Kaupanda við Seljanda kunna að gilda aðrir skilmálar, settir af Seljanda, eða Seljanda og Kaupanda í sameiningu, sem munu þá liggja til grundvallar ef deilur eða ágreiningur rís vegna þeirra viðskipta.