Lambaframpartur frá Brúnum fæst HÉR

Lögur

2 dl síróp

1 & 1/2 dl salt

2 l heitt vatn

Allt sett í pott með lágum hita og hrært þar til sírópið og saltið er leyst upp. Kjötið sett í poka og blöndunni helt í pokann. Látið standa í kæli í 12-14 klst.

 

Kryddblanda

5 stk hvítlaukur

1 msk kóríander

2 msk paprikuduft

1 tsk cayennepipar

2 tsk salt

1 tsk pipar

1 msk chilliduft

Allt sett í skál og hrært saman.

Kjötið er svo tekið úr kæli eftir 12-14 klst og leginum hellt af. Kryddblandan sett á allt kjötið.

Ofninn er stilltur á 120° og kjötið sett inn í ofn í lokuðum potti og hægeldað í 7 klst (einnig hægt að hafa ofninn á 140°og elda í 4-5 klst)

Þegar kjötið er tilbúið þá er það tætt í sundur með göflum eða hverju sem hentar best.

BBQ sósa

1 dl Mango chutney

1 dl púðursykur

2 msk sojasósa

1 dl tómatsósa

1 tsk paprikuduft

1 tsk chilli pipar

1/2 dl eplasídersedik

Allt saman í pott og látið sjóða aðeins þangað til hún þykknar.

Rifna kjötinu er blandað saman við BBQ sósuna.

 

Borið fram með því sem þér dettur í hug. T.d. hamborgarabrauð, vefjur, pylsubrauð eða hvað sem er 🙂

 

 

Hægt er að panta lambaframpart frá Brúnum HÉR  og sendum við um allt land

Á Brúnum búa hjónin Einar og Hugrún ásamt fjölskyldu sinni. Þar er stunduð hrossarækt og boðið upp á sýningar um íslenska hestinn.

Gestum býðst að njóta heimagerðra veitinga með hráefni úr héraði. Á Brúnum er einnig gallerý og sýningarsalur þar sem gestir geta séð fjölbreyttar listasýningar ásamt listaverkum bóndans.