mm

Þið veljið vörur í körfuna eftir vöruflokkum eða framleiðendum.

Þegar það er búið opnið þið körfuna, farið í greiðsluferli, setjið inn upplýsingar og kortanúmer.

Ljúkið síðan við greiðsluferlið og pöntunin berst okkur.

Vörunum er ekið með rafbíl í Vistvænni dreifileið Matarstígsins til Akureyrar.

Vörurnar eru afhentar á fimmtudögum á milli kl. 17 og 18 á bílastæðinu við Hof.

Viðskiptavinir eru beðnir um að gæta ítrustu sóttavarna, nota grímur og hanska.

Pantanir verða að berast í síðasta lagi kl. 12 á hádegi miðvikudaga,

ef afhenda á þær milli kl. 17 og 18 á fimmtudögum. Berist pantanir seinna í vikunni

er ekki hægt að lofa því að þær nái í afhendingu fyrr en í vikunni á eftir.

Matarstígurinn rekur Vistvæna dreifileið þar sem vörum er komið til skila frá

matvælaframleiðendum til kaupenda.

Verkefnið var í prófun sumarið 2020 þar sem rafbifreið á vegum Matarstígsins

flutti vörur frá framleiðendum til veitingaaðila í Eyjafjarðarsveit.

Bílaleiga Akureyrar / Höldur, eru samstarfsaðilar í þessu verkefni og styrkja það veglega.

Í tengslum við vefsölusíðu Matarstígsins mun Vistvæn dreifileið þróast upp á næsta stig,

en þá verður vöruafhending einu sinni i viku á Akureyri fyrir viðskiptavini sölusíðunnar

auk þess sem sendingum annað verður komið á vistvænan máta til flutningsaðila.

Matarstígyr

FREE
VIEW